Hvað eru erfðagjafir?

Erfðagjafir felast í því að ánafna hluta af eignum þínum til samtaka sem eru þér kær. Erfðagjöf er því ekki gjöf sem þú gefur í dag heldur mun hún berast eftir þinn dag.

Vilt þú gefa erfðagjöf?

Erfðagjöf er tiltekin í erfðaskrá. Þú getur leitað til eigin lögfræðings eða haft samband við góðgerðarfélagið sem þú vilt styrkja og fengið aðstoð hjá þeim.

70 andlit í 70 ár – Lára Vigfúsdóttir

maí 13th, 2022|Slökkt á athugasemdum við 70 andlit í 70 ár – Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða [...]

Helmingur Íslendinga er jákvæður fyrir erfðagjöfum til góðgerðarstarfs

nóvember 12th, 2020|Slökkt á athugasemdum við Helmingur Íslendinga er jákvæður fyrir erfðagjöfum til góðgerðarstarfs

Vel menntaðar konur líklegri til að gefa erfðagjöf Um helmingur þeirra sem svöruðu könnun Maskínu um erfðagjafir eru meðvitaðir um þann möguleika, að ánafna hluta af arfi til góðgerðarfélaga eða góðra málefna. Könnunin var framkvæmd [...]

15 milljóna króna arfi til SOS hefur verið ráðstafað

júlí 24th, 2020|Slökkt á athugasemdum við 15 milljóna króna arfi til SOS hefur verið ráðstafað

Þann 1. júlí 1993 gekk rúmlega fimmtug kona, Anna Kristín Ragnarsdóttir, inn á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus en hafði styrkt munaðarlausan dreng í Asíu í gegnum SOS Barnaþorpin. Þar sem [...]

Stuðningur án landamæra

júlí 10th, 2020|Slökkt á athugasemdum við Stuðningur án landamæra

Systkini sem ólust upp í SOS barnaþorpinu í Santa Maria í Brasilíu fara fögrum orðum um SOS-styrktarforeldri sitt, Jón Pétursson, í minningargrein sem birt var dögunum á heimasíðu SOS í Brasilíu. Jón sem lést í [...]

Dánargjafir skipta máli

júlí 1st, 2020|Slökkt á athugasemdum við Dánargjafir skipta máli

Gréta Ingþórsdóttir skrifar. Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir [...]

Ég treysti UNICEF

júlí 1st, 2020|Slökkt á athugasemdum við Ég treysti UNICEF

„Ég hef ákveðið að hluti af því veraldlega sem ég mun skilja eftir mig hér fari til allra barna heimsins, og ég treysti UNICEF til þess að vita hvar þörfin er allra mest á [...]

Smelltu á merki einhvers félagsins hér að neðan fyrir nánari upplýsingar.